Hér eru nokkrar myndir sem ég tók innan úr ofurvenjulegum píanóum sem eiga það öll sameiginlegt að hafa ekki fengið mikið viðhald í gegnum tíðina.

Hefðir þú trúað þessu!?

Píanóþrif eru á meðal þeirrar þjónustu sem ég býð upp á – mundu eftir því (ásamt þessum myndum) næst þegar þú pantar stillingu.

Býrðu rétt utan Reykjavíkur og þekkir hversu erfitt er að fá píanóstillingu?

Núna getur þú einfaldlega valið þér tíma hjá mér því ég hef útvíkkað bókunarkerfið mitt fyrir eftirtalin póstnúmer.

bokunarkerfid_i_nagrenni_hofudborgar

Bókunarferlið

Þú velur póstnúmerið og tímasetningu. Því næst skráirðu grunnupplýsingar og færð svo tölvupóst og sms til að minna á stillinguna þegar dagsetningin nálgast.

Til að byrja með eru ferðir á hvern stað skipulagðar á 5 vikna fresti og þær eru aðeins farnar ef 3 píanó nást í hvert holl. Ef ekki fæst lágmarksfjöldi flyst tíminn einfaldlega yfir í næsta holl þangað til nægur fjöldi er kominn.

Póstnúmerið ekki á listanum?

Ef þú ert utan þessara póstnúmera en þó í grenndinni geturðu engu að síður skráð þig á lista hjá mér með því að smella hér. Þegar nægur fjöldi safnast skipulegg ég ferð.

Það gleður mig að tilkynna að verðhækkun á milli ára er engin hjá mér í þetta sinn.

Með bókunarkerfinu mínu (frábæra) get ég nefnilega flokkað pantanir niður eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðisins og dregið þannig stórlega úr akstri.

Byggðin er vissulega mjög dreifð og því mikill akkur í að geta stjórnað þessu að einhverju leyti.

Skiptingin er svona, a.m.k. fyrst um sinn (fyrir heimahús – stofnanir geta pantað hvaða virka dag sem er því þar getur skipt máli að fá stillt sem næst tónleikadagsetningu, sem dæmi):

Píanóstillingar á höfuðborgarsvæðinu - svæði

Píanóstillingar eftir póstnúmerum

Mánudagar og föstudagar:

Þriðjudagar og föstudagar:

Miðvikudagar og föstudagar:

Fimmtudagar og föstudagar:

Ég vona að þetta gagnist vel – ég hef fulla trú á því að þetta geti gengið vel upp.

Smellið hér til að panta stillingu.

ycge121

Vinsamlegast hafið samband við eiganda hljóðfærisins fyrir frekari upplýsingar.

Sjá færslu um notuð píanó almennt.

Tegund: Young Chang GE-121

Hæð: 121 cm

Framleiðsluár: 2006

Framleiðsluland: Kína

Ásett verð: 350.000

Staðsetning: Reykjanesbær

Eigandi: Helena Eyjólfsdóttir / 863 2809

 

20151215_115548 20151215_114645 20151215_114557 20151215_114534 20151215_114520 20151215_114505

 

Við vitum öll að tónlist getur haft afskaplega jákvæð áhrif á börn. Nú er komið í ljós að þriggja ára börn hafa aukinn félagslegan þroska ef tónlistarsköpun er í hávegum höfð á heimilinu. Það getur verið allt frá því að syngja reglulega saman og yfir í stærri pródúksjónir, ef þannig má að orði komast.

Hér er fróðlegt myndband og enn fróðlegri grein um efnið.

Skemmtilegt vídjó sem Einar í Hljóðverki tók af mér. Einhvern tímann hafði losnað svokallaður stuðari úr undirlyftu í spilverkinu á þessu píanói og við vorum að reyna að finna hann. Hann fannst nú ekki en okkur tókst þó að redda málinu fyrir horn svo hægt væri að taka upp á hljóðfærið.

Ég fór um daginn og stillti fjögur hljóðfæri í Tónlistarskóla Sandgerðis. Skólinn er með tvö prýðileg Sauter píanó frá Þýskalandi, eitt Petrof frá Tékklandi og svo eitt Yamaha. Skólinn er í mjög flottu húsnæði sem er nýbúið að stækka og augljóslega vel búið að náminu þarna.

Nú getur þú valið þann lausa tíma sem best hentar. Bókunarkerfið á síðunni minni gerir pöntunarferlið allt mun þægilegra. Veldu bara tíma – svo færðu áminningu í tölvupósti og líka í sms.

Stundum skrifa píanóstillarar dagsetningar í píanóin.

image

Þetta píanó var stillt nokkuð ört fyrstu árin (eins og vera ber) og svo sjaldnar. 

Fyrsta merkingin er 22/11/18. 1918!

Hér má sjá Sauter píanóverksmiðjuna. Myndbandið er hálft í hvoru á þýsku og ensku, tekið eftir lokun einhvern daginn. Alltaf áhugavert að sjá svona.

© 2016 Píanóstillingar.is

Fylgstu með: