Home · Kristinn Leifsson, píanóstillari

Ég er búsettur erlendis en kem í vinnuferðir nokkrum sinnum á ári. Næsta ferð er áætluð haustið 2018. Smelltu til að skrá netfangið þitt og fá að vita af ferðum.

Velkomin á síðuna mína – hér finnur þú vonandi það sem þarf í tengslum við píanó og píanóstillingar.

Ég lærði píanóstillingar í lok síðustu aldar; þær eru mitt aðalstarf og ég hef mjög gaman af þeim.

Það sem mér finnst einna skemmtilegast við að vera píanóstillari er að hjálpa fólki að njóta þess að spila og hlusta á tónlist. Það er í raun ekki flóknara.

Af hverju mig?

Ég lærði píanóstillingar árið 1997 og þær eru mitt aðalstarf. Í gegnum tíðina hef ég stillt í heimahúsum, fyrir tónleika, í tónlistarskólum og fyrir upptökur svo fátt eitt sé nefnt.

Ég vil að þú getir notið þess að spila eða hlusta á hljóðfærið þitt og að þú viljir eiga áframhaldandi viðskipti við mig. Þess vegna legg ég mig fram við að veita góða þjónustu – hvort sem það felst í auðveldri bókun, góðu viðmóti, fallegri stillingu eða þægilegum greiðslumáta.

Hér getur þú lesið meðmæli ánægðra viðskiptavina.

Svo lengi lærir sem lifir! Til að halda mér við og gera starfið skemmtilegra (og hljóðfærin betri) sæki ég mér stöðugt nýja þekkingu. Á síðasta ári sótti ég til dæmis einkamasterklassa hjá bandarískum intóneringarsérfræðingi og fór á vikulangt og eftirsótt námskeið á vegum Steinway & Sons í Oberlin tónlistarháskólanum í Bandaríkjunum.

Kristinn Leifsson is a highly skilled piano technician with musical taste and an advanced tonal aesthetic. It was my privilege to mentor Kristinn during my stay in Iceland in January 2016; he was a model trainee and quickly grasped advanced tone regulation concepts during our one-on-one practicum in piano regulation and voicing.

As a Steinway factory-trained concert technician and a graduate of the CF Theodore Steinway Academy in Hamburg, I wholeheartedly endorse Kristinn for any level of piano tone development, tuning and regulation.

Boaz Kirschenbaum

Kristinn Leifsson

píanóstillari
Ég er nú búsettur erlendis en kem í vinnuferðir til Íslands. Hægt er að skrá sig í gegnum síðuna með því að smella á PANTA, en ef dagsetningar liggja ekki fyrir er einnig hægt að skrá sig á póstlista til að fylgjast með.

Hversu oft þarf að stilla?

  • Tónlistarskólar: Tvisvar á ári
  • Nemendur: Árlega eða oftar
  • Grunnskólar: Árlega eða oftar
  • Hófleg notkun: Árlega eða annað hvert ár
  • Lítil notkun: Annað hvert ár
  • Upptökustúdíó og tónleikar: Fyrir hverja tónleika eða upptöku.

Greiðsla - einfalt og þægilegt!

Reikningur í tölvupósti ásamt kröfu í heimabankann. Ekkert seðilgjald.

Fróðleikur

Smelltu hér til að sjá greinar og myndbönd.

Kaup á notuðum píanóum

Ég mæli með því að þú lesir þessa bloggfærslu áður en þú velur þér notað píanó. Í henni eru heilræði sem hafa gagnast mörgum.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók innan úr ofurvenjulegum píanóum sem eiga það öll sameiginlegt að hafa ekki fengið mikið viðhald í gegnum tíðina. Hefðir þú trúað þessu!? Píanóþrif eru á meðal þeirrar þjónustu sem ég býð upp á – mundu eftir því (ásamt þessum myndum) næst þegar þú pantar stillingu.

Við vitum öll að tónlist getur haft afskaplega jákvæð áhrif á börn. Nú er komið í ljós að þriggja ára börn hafa aukinn félagslegan þroska ef tónlistarsköpun er í hávegum höfð á heimilinu. Það getur verið allt frá því að syngja reglulega saman og yfir í stærri pródúksjónir, ef þannig má að orði komast. Hér…

Skemmtilegt vídjó sem Einar í Hljóðverki tók af mér. Einhvern tímann hafði losnað svokallaður stuðari úr undirlyftu í spilverkinu á þessu píanói og við vorum að reyna að finna hann. Hann fannst nú ekki en okkur tókst þó að redda málinu fyrir horn svo hægt væri að taka upp á hljóðfærið.

© 2016 Píanóstillingar.is

Fylgstu með: