Finnst þér tónninn ekki nógu góður?
Ef tónninn í píanóinu þínu er of harður eða ójafn yfir skalann er mjög líklegt að það þurfi að intónera píanóið.
Intóneringar eru virkilega vandasamar og eitthvert það listrænasta sem ég fæst við í starfinu; þetta snýst svo mikið um tilfinningu og innsæi. Til þess að vinna svona verk þarf mikið úrval verkfæra, hvort heldur til að slípa hamra eða vinna með hersluna; ýmsar stærðir og gerðir af nálum, efni til að mýkja eða herða tóninn og stoðir til að fyrirbyggja skemmdir vegna álags á hamra, stilka og fleiri hluti í spilverkinu.