Undirbúningur

  • Gott að hafa tekið myndaramma, nótnabækur og slíkt ofan af píanóinu. Ekki þarf að taka píanóið frá veggnum.
  • Ég þarf smá næði, en ekki algera þögn
  • Mín vegna þarf enginn að vera viðstaddur, en annars þarf einhver fullorðinn (18 ára eða eldri) að vera heima.

Greiðsla – einfalt og þægilegt

Reikningur í tölvupósti ásamt kröfu í heimabankann. Ekkert seðilgjald.

Hvenær á svo að stilla næst?

Ég get endurbókað næsta tíma strax að stillingu lokinni og það getur verið allt að tvö ár fram í tímann.

  • Tónlistarskólar: Tvisvar á ári
  • Nemendur: Árlega eða oftar
  • Grunnskólar: Árlega eða oftar
  • Hófleg notkun: Árlega eða annað hvert ár
  • Lítil notkun: Annað hvert ár
  • Upptökustúdíó og tónleikar: Fyrir hverja tónleika eða upptöku.

Sjáumst!

Kv. Kristinn