Home · Blog · Uncategorized : Salan á Steinway & Sons

Steinway & Sons framleiðir þekktustu og vinsælustu konsertflygla í heimi. Fyrirtækið var stofnað í lok 19. aldar og hefur séð tímana tvenna, ef ekki þrenna. Á síðustu áratugum hefur Steinway & Sons gengið kaupum og sölum – CBS keypti fyrirtækið árið 1972, svo var það selt 1985 og aftur árið 1995. Ári síðar var það skráð á hlutabréfamarkað en nú hefur fjárfestingarsjóðurinn Paulson & Co. keypt félagið á um hálfan milljarð dollara. Píanistar og tónlistarunnendur óttast mjög að gæði Steinway flyglanna muni minnka vegna arðsemiskrafna nýja fjárfestisins en þó er ekki ljóst hvort slíkar áhyggjur séu nauðsynlegar.

Elizabeth Weiss hjá The New Yorker skrifar mjög fróðlega grein sem fjallar um söluna á Steinway & Sons og um fyrirtækið í sögulegu samhengi.

 

 

© 2018 Píanóstillingar.is