Home · Archive by category "Uncategorized"

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók innan úr ofurvenjulegum píanóum sem eiga það öll sameiginlegt að hafa ekki fengið mikið viðhald í gegnum tíðina. Hefðir þú trúað þessu!? Píanóþrif eru á meðal þeirrar þjónustu sem ég býð upp á – mundu eftir því (ásamt þessum myndum) næst þegar þú pantar stillingu.

Við vitum öll að tónlist getur haft afskaplega jákvæð áhrif á börn. Nú er komið í ljós að þriggja ára börn hafa aukinn félagslegan þroska ef tónlistarsköpun er í hávegum höfð á heimilinu. Það getur verið allt frá því að syngja reglulega saman og yfir í stærri pródúksjónir, ef þannig má að orði komast. Hér…

Skemmtilegt vídjó sem Einar í Hljóðverki tók af mér. Einhvern tímann hafði losnað svokallaður stuðari úr undirlyftu í spilverkinu á þessu píanói og við vorum að reyna að finna hann. Hann fannst nú ekki en okkur tókst þó að redda málinu fyrir horn svo hægt væri að taka upp á hljóðfærið.

Ég fór um daginn og stillti fjögur hljóðfæri í Tónlistarskóla Sandgerðis. Skólinn er með tvö prýðileg Sauter píanó frá Þýskalandi, eitt Petrof frá Tékklandi og svo eitt Yamaha. Skólinn er í mjög flottu húsnæði sem er nýbúið að stækka og augljóslega vel búið að náminu þarna.

Nú getur þú valið þann lausa tíma sem best hentar. Bókunarkerfið á síðunni minni gerir pöntunarferlið allt mun þægilegra. Veldu bara tíma – svo færðu áminningu í tölvupósti og líka í sms.

Stundum skrifa píanóstillarar dagsetningar í píanóin. Þetta píanó var stillt nokkuð ört fyrstu árin (eins og vera ber) og svo sjaldnar.  Fyrsta merkingin er 22/11/18. 1918!

Hér má sjá Sauter píanóverksmiðjuna. Myndbandið er hálft í hvoru á þýsku og ensku, tekið eftir lokun einhvern daginn. Alltaf áhugavert að sjá svona.

Það kemur fyrir að límingar losni í spilverkum píanóa. Í sumum tilvikum, eins og þessu sem má sjá hér,  er ástæðan hár aldur hljóðfærisins en stundum gerist þetta í nýlegum píanóum líka.  Þetta er einfalt að laga en krefst þess oft að spilverkið sé fjarlægt úr píanóinu og tekið í sundur. Þar sem límingin var…

Þetta gamla píanó heitir Brødrene Corell, en málmsteypan hefur eitthvað klikkað og Brødrene breyst í Brødrenf. Mér finnst þetta bara auka virði hljóðfærisins ef eitthvað er.

Þegar nóturnar í píanóum ná af einhverjum ástæðum ekki nægilegri sveiflu verður til tvísláttur sem getur verið mjög pirrandi. Þá nær nótan ekki að klára fulla hreyfingu og hamarinn hoppar aftur á strenginn. Þetta getur gerst vegna þess að hljómborðið hafi sigið, filt þjappast saman eða að hlaðið hafi verið of mikið undir fremsta part…

© 2018 Píanóstillingar.is