Þegar nóturnar í píanóum ná af einhverjum ástæðum ekki nægilegri sveiflu verður til tvísláttur sem getur verið mjög pirrandi. Þá nær nótan ekki að klára fulla hreyfingu og hamarinn hoppar aftur á strenginn.
Þetta getur gerst vegna þess að hljómborðið hafi sigið, filt þjappast saman eða að hlaðið hafi verið of mikið undir fremsta part nótnanna, til dæmis. Þá þarf að breyta afstöðunni í nótnaborðinu til að endurheimta fyrri eiginleika þess.
Hér var svigrúm til að auka dýpt nótunnar og losna þannig við tvíslátt.