Home · Blog · heilræði : „Þarftu svo að koma aftur?“

Þegar ég byrjaði í bransanum var það „almennt viðurkennt“ að píanó þyrfti að bíða á milli umferða ef það var mjög falskt.

Eða það hélt ég ca. fyrsta árið mitt í píanóstillingum.

Píanó sem voru vel fyrir neðan rétta tónhæð voru þá hækkuð upp í rétta spennu og einhverjir dagar látnir líða á meðan píanóinu var leyft að jafna sig áður en það var svo fínstillt.

Síðar meir kom í ljós að þessi bið er í raun óþarfi. Hægt er að stilla píanó 2-3 sinnum í sömu heimsókn og ná fínni og stabílli stillingu.

Eftir að hafa rætt við kollega bæði hérlendis og erlendis komst ég að því að stillarar væru almennt hættir að láta tíma líða á milli stillinga. Því hætti ég að skipta stillingum upp í margar heimsóknir og nú rúmum áratug síðar verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið mýta. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að hvíld á milli stillinga skipti máli í praktísku samhengi, þó hugsanlega megi færa rök fyrir þessu á báða bóga.

Niðurstaðan:

  • Ekki þarf að koma í tvö útköll þó píanó þurfi tvær eða jafnvel þrjár umferðir.
  • Ein heimsókn er auðvitað ódýrari en tvær heimsóknir
  • Tímasparnaður fyrir alla hlutaðeigandi
  • Píanóið heldur stillingu að öllu öðru óbreyttu

Hins vegar er rétt að geta þess að líklegt er að píanó sem fær árlega stillingu sé almennt stabílla en það sem er aðeins stillt með áratuga millibili.

 

© 2018 Píanóstillingar.is