Home · Archive by category "píanó"

Þetta er svolítið sérstök tegund af píanóum. Ég hef sjálfur aldrei rekist á skrúfupíanó á Íslandi en þetta er frekar áhugaverð hönnun og virðist vera nokkuð þægilegt að stilla þau. Mér skilst að stillingarnar hafi haldið vel en að píanóin hafi einfaldlega verið of dýr í framleiðslu. Kannski væri sniðugt að endurvekja þessa hugmynd.  

Það getur verið svolítið snúið fyrir fólk að velja heppilegt notað píanó. Hér eru teknar saman ráðleggingar sem ég veiti yfirleitt þegar fólk hringir í mig til að forvitnast um skynsemi tiltekinna píanókaupa. Ég vona að þetta gagnist þeim sem eru í píanóleit. Þetta eru mjög almennir punktar og ber ekki að oftúlka. Hafið í…

20 milljón króna konsertflygil frá Steinway, Bösendorfer eða Fazioli. Það er augljóslega besti kosturinn. Ef við gefum okkur hins vegar að peningar séu takmörkuð auðlind þá vandast málið. Ef ætlunin er að kaupa hljóðfæri fyrir 1-2 milljónir króna myndu margir freistast til að kaupa flygil. Ég vil þó meina að í því tilviki geti verið…

Þegar ég byrjaði í bransanum var það „almennt viðurkennt“ að píanó þyrfti að bíða á milli umferða ef það var mjög falskt. Eða það hélt ég ca. fyrsta árið mitt í píanóstillingum. Píanó sem voru vel fyrir neðan rétta tónhæð voru þá hækkuð upp í rétta spennu og einhverjir dagar látnir líða á meðan píanóinu var…

Hér er svolítið sérstök hamarlína í píanói. Venjulega eru hamrarnir beinir hægra megin í dískantinum (efri hlutanum), en í píanóum frá Finger (austur-þýsk) eru hamrarnir og strengirnir í svona sveig. Þetta er líklega ágætt dæmi um málamiðlanir sem þarf stundum að gera í hönnun hljóðfæra.

„Hvenær á ég að láta stilla píanóið næst?“ er líklega algengasta spurningin sem stillari fær. Það er reyndar mjög misjafnt hversu ört þarf að stilla píanó. Yfirleitt er talað um að láta stilla píanó einu sinni á ári. Þá tölu má án efa rekja til þess að á einu ári gengur hljóðfærið í gegnum öll árstíðaskiptin…

Stærsti flygill sem framleiddur er í heiminum heitir Fazioli F308 og er 308 cm langur. Það umtalsvert lengra en Steinway D (274 cm) og einnig lengra en Bösendorfer Imperial (290 cm). Svona stór flygill þarf stórt lok og á þessari mynd sést að það eru 3 stangir sem halda lokinu uppi. Reyndar hefur stöngunum verið…

© 2018 Píanóstillingar.is