Mason & Hamlin skrúfupíanó

Þetta er svolítið sérstök tegund af píanóum. Ég hef sjálfur aldrei rekist á skrúfupíanó á Íslandi en þetta er frekar áhugaverð hönnun og virðist vera nokkuð þægilegt að stilla þau. Mér skilst að stillingarnar hafi haldið vel en að píanóin hafi einfaldlega verið of dýr...

Sérstakt Finger píanó

Hér er svolítið sérstök hamarlína í píanói. Venjulega eru hamrarnir beinir hægra megin í dískantinum (efri hlutanum), en í píanóum frá Finger (austur-þýsk) eru hamrarnir og strengirnir í svona sveig. Þetta er líklega ágætt dæmi um málamiðlanir sem þarf stundum að gera...