Home · Archive by category "spes"

Þetta er svolítið sérstök tegund af píanóum. Ég hef sjálfur aldrei rekist á skrúfupíanó á Íslandi en þetta er frekar áhugaverð hönnun og virðist vera nokkuð þægilegt að stilla þau. Mér skilst að stillingarnar hafi haldið vel en að píanóin hafi einfaldlega verið of dýr í framleiðslu. Kannski væri sniðugt að endurvekja þessa hugmynd.  

Stórmerkilegt og frábærlega útskýrt.

Ég veit ekki hvort þetta segir meira um Queen eða orgel. Þetta er eitthvað svo ótrúlega eðlilegt!

Mér finnst þetta alveg gjörsamlega lygilegt – það er hægt að stilla vatnsbunur með hljóði! Þetta eru 23-25 Hz í myndbandinu, svipað og tíðnin í neðsta A-inu á píanói sem er 27,5 Hz.  

Ef hljóðfæri er stillt í tónhæðinni A440 merkir það að næsta A fyrir ofan mið-C hljómar í 440 sveiflum á sekúndu (riðum eða Hz). A440 er sá staðall sem miðað er við í heimahúsum þó önnur viðmið gildi oft í tónleikahúsum. A er ekki bara A A440 er viðmið sem síðar varð opinber ISO staðall fyrir…

Það er fróðlegt að hlusta á píanistana túlka byrjunina á fjórða píanókonsert Beethoven. Einnig er gaman að bera saman upptökurnar sjálfar sem spanna eflaust tæpa öld. Síðasti píanistinn hefur aðeins aðra nálgun – hlustið.

Hér er fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur. Honor Harger segir hér frá því hvernig hægt er að hlusta á alheiminn og skilja hann út frá hljóði. Einnig er hægt að heyra „elsta hljóð í heimi“ þarna. Sem píanóstillara finnst mér þetta skemmtilega nördalegt. Að hlusta á tifstjörnu snúast er góð skemmtun – sér í lagi þegar…

Hér er svolítið sérstök hamarlína í píanói. Venjulega eru hamrarnir beinir hægra megin í dískantinum (efri hlutanum), en í píanóum frá Finger (austur-þýsk) eru hamrarnir og strengirnir í svona sveig. Þetta er líklega ágætt dæmi um málamiðlanir sem þarf stundum að gera í hönnun hljóðfæra.

© 2018 Píanóstillingar.is