Hvað tekur langan tíma að stilla?

Yfirleitt tekur 1-1,5 tíma eða svo að stilla, plús mínus eitthvað smá eins og gengur og gerist. Bókunarkerfið áætlar ágætlega þann tíma sem fer venjulega í þetta í heild sinni.

Hvernig er greiðslumátinn?

Ég sendi alltaf reikning rafrænt og svo kröfu í heimabanka (án seðilgjalds).

Undirbúningur fyrir stillinguna

Gott að hafa tekið myndaramma, nótnabækur og slíkt ofan af píanóinu. Ekki þarf að taka píanóið frá veggnum.

Vinsamlegast merktu bilaðar nótur (ef einhverjar) svo það sé fljótlegra að finna þær.

Þarf einhver að vera á staðnum?

Nei, það er ekkert mál fyrir mig þó þú farir áður en ég klára stillinguna.

Hvað kostar að stilla píanó?

Hér er verðskráin mín.

Ein umferð eða fleiri?

Árið 2016 dugði ein umferð á 72% píanóa hjá mér. Auðvitað er það algengara hjá þeim sem hafa látið stilla a.m.k. sæmilega reglulega. Breyturnar eru margar; tími frá síðustu stillingu, gæði og aldur hljóðfærisins og umhverfið.

Það kemur mörgum á óvart að ný píanó þarf að stilla örar en t.d. 10-15 ára píanó.

Athugið að ef píanó þarf aukaumferð er hún samt framkvæmd í sömu heimsókn.

Hvað á að stilla oft?

Einu sinni á ári er góð regla. Annað hvert ár er oft þolanlegt ef það eru ekki miklar kröfur. Píanó fara úr stillingu eins og önnur hljóðfæri og sveiflurnar eru árstíðabundnar í þokkabót.

Get ég verið á skrá hjá þér?

Já, þú getur verið á skrá og fengið senda línu þegar ég opna fyrir bókanir í hvert sinn. Það er alveg lágmarksáreiti og alltaf hægt að afskrá sig.

Kristinn Leifsson