Home · Blog · heilræði : Má píanó standa við útvegg?


Hvorug hlið þessa útveggjar er heppileg fyrir píanó

Ég fæ mjög gjarnan spurningar um útveggi frá fólki. Margir hafa áhyggjur af því að píanó sé í nokkurri hættu ef það stendur við slíkan vegg.

Ef útveggur er vel einangraður er ekkert því til fyrirstöðu að píanó standi við hann. Sé viðkomandi hús ekki mjög gamalt er þetta yfirleitt ekki mikið vandamál. Það er helst í elstu hverfum landsins þar sem fólk ætti að hugsa sig tvisvar um varðandi þetta.

Útveggjum fylgja gjarnan umhverfisþættir sem vert er að athuga. Best er að píanó séu ekki mjög nálægt opnanlegum gluggum, svaladyrum eða stórum rúðum. Fyrir neðan glugga má oft finna heita ofna, en þeir eru sérstaklega slæmir fyrir hljóðfæri. Af þessum sökum þarf að skoða umhverfið vel, en útveggir eru ekki vandamál í sjálfu sér.

Það er því, í grófum dráttum, í lagi að hafa píanó við útvegg sé þess gætt að píanóið standi réttu megin við útvegginn!

 

© 2018 Píanóstillingar.is