Vantar þig píanóstillara? Best að ég segi þér þá aðeins frá mér.

Stillingarnar lærði ég í Bandaríkjunum þegar ég var átján ára. Ég er fæddur inn í bransann því fjölskyldan mín rak hljóðfæraverslun Leifs.

Eftir námið vann ég mikið kringum verslunina og stillti hljóðfæri úti um allar trissur. Heimahús. Tónlistarskólar. Tónleikasalir. Útvarp og sjónvarp.

Ég veit ekki hvað ég hef stillt mörg hljóðfæri um ævina. Þau eru gríðarlega mörg en mér finnst þetta alltaf jafn gaman og reyni stöðugt að byggja ofan á þekkinguna mína. Ég tek að mér flest það sem varðar stillingar og venjubundið viðhald á píanóum.

En nóg um mig. Hvernig píanó átt þú og hvernig get ég hjálpað þér með það?

Þú getur annað hvort sent mér línu á kristinn@pianostillingar.is, hringt í mig í 852-5995 eða einfaldlega valið þér tíma í bókunarkerfinu mínu.

leifssoncertificate