Píanóstillingar síðan 1997
Píanóstillingar.is
Kristinn Leifsson, píanóstillir
Kristinn Leifsson, píanóstillari
Ég lærði píanóstillingar í Bandaríkjunum og hef starfað sem píanóstillari síðan 1997. Ég hef stillt þúsundir hljóðfæra síðan þá, fyrir einstaklinga, tónlistarskóla og aðrar stofnanir víðsvegar. Árið 2017 fluttist ég til Noregs og starfa þar í faginu í dag. Ég kem hins vegar til Íslands endrum og sinnum, og stilli þá fyrir marga af mínum góðu kúnnum. Ef þú vilt bætast í þann hóp máttu gjarnan senda mér línu. Saman getum við séð til þess að hljóðfærið þitt fái stillingu reglulega, hvort sem það er árlega eða annað hvert ár.
Ég tek aðallega að mér verkefni á höfuðborgarsvæðinu og norðurlandi, en fer fúslega í ferðir á aðra staði ef áhugi er nægur.
Næsti möguleiki: 27. júlí – 7. ágúst 2025
Verð á píanóstillingu
Píanóstilling: 30.000 kr
Grófstilling ef þarf: 10.000 kr
Önnur tímavinna: 10.000 kr
Akstur innifalinn á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.
Ljósmynd: Thorbjørn Liell
Algengar spurningar
Hér eru svör við helstu spurningum
Hversu oft þarf að stilla píanó?
Meginreglan er einu sinni á ári. Píanóið mun fara úr stillingu á þeim tíma. Það gerist gjarnan hægt og sígandi þannig að fólk tekur ekki eftir því. Svo finnur það muninn þegar búið er að stilla.
Hvað kostar píanóstilling?
Sjá verð fyrir píanóstillingu hér að ofan. Ég býð upp á mjög samkeppnishæft verð.
Stillirðu eftir eyranu?
Já, ég stilli eftir eyranu. Það er mjög mikil kúnst og byggt á ansi vísindalegum grunni þar sem tónbilin eru stillt svo þau hljómi saman á ákveðinn hátt, eftir vissum reglum. Ég stilli eftir eyranu, og nota einnig tæknina þegar það hentar. Ég er nokkurn veginn jafnfljótur að stilla eftir eyranu, svo valið snýst ekki um það. Í höndum píanóstillara með mikla reynslu af hefðbundnum stillingum getur tæknin gefið gagnlegar aukaupplýsingar, en það er mjög mikilvægt að vera ekki upp á hana kominn, því þá getur stundum farið frekar illa. Ég hef stillt yfir milljón strengi, reiknast mér til. Fyrstu 20 árin í bransanum notaði ég eingöngu eyrað, en ákvað svo að prófa rafræn verkfæri og athuga hvort þau hefðu einhverja kosti. Tæknin er sérstakleg hjálpleg þegar píanó er mjög falskt, og getur sparað vinnu og kostnað (fyrir þig). Ég vil einnig meina að notkun á tækninni hafi hreinlega kennt mér ennþá meira um hvernig er best að stilla eftir eyranu. Það er margt í mörgu, nefnilega.
Það veltur á hljóðfærinu og ástandi þess hvort ég stilli eingöngu eftir eyranu eða noti forrit að einhverju leyti. Sum píanó eru betur til þess fallin en önnur, og það er partur af reynslu stillarans að geta lagt mat á það. Ef ég nota rafrænan mæli er engu að síður búin til sérsniðin stilling fyrir þitt píanó, sem tekur tillit til eiginleika þess. Hversu mikið maður fer eftir mælingunni veltur svo á eyranu, og oft nota ég mælinn bara á ákveðnum stöðum í stillingunni, því nálgunin getur haft bæði styrkleika og veikleika. Galdurinn er að vita það, og geta tryggt bestu mögulegu útkomu á gagnrýninn hátt. Eyrað ræður för að lokum, enda hlustum við með þeim.
Hversu langan tíma tekur að stilla píanó?
Yfirleitt má reikna með alls 1-2 tímum, eftir ýmsu.
Hvað þýðir að píanóið þurfi grófstillingu?
Ef píanó er mjög fallið í tónhæð verður spennubreyting á því þegar strengirnir eru hækkaðir. Þeir leita strax aftur í sama farið og því þurfa þeir að vera nokkurn veginn í þeirri tónhæð sem píanóið á að vera í til að hægt sé að fínstilla. Fínstillingin er raunverulega stillingin og mun nákvæmari en gróf yfirferð (sem er í sjálfu sér ekki stilling sem slík). Sum píanó eru fallin svo mikið að þau þurfa tvær grófstillingar áður en hægt er að fínstilla. Venjan er að klára allt í sömu heimsókn.
Geturðu lagað bilaða nótu í leiðinni?
Í stillingunni get ég einnig tekið á vandamálum eins og föstum og lötum nótum, ískri og suði. Yfirleitt er slíkt tiltölulega lítið mál og kostar ekki aukalega nema vandamálið sé tímafrekt. Það er hins vegar mjög mikilvægt að láta vita af slíkum vandamálum fyrirfram því það getur verið erfitt að finna nótur sem bila bara stundum.
Fróðleikur
Ýmislegt um píanóstillingar og þeim tengt
Umsagnir
⭐⭐⭐⭐⭐
Ánægðir viðskiptavinir eru besta trygging næsta kúnna
Sími
(0047) 944 77 846
Netfang
kristinn79@gmail.com
Staðsetning
Noregur, en tek gjarnan að mér verkefni á Íslandi.