Hversu oft þarf að stilla píanó?

Meginreglan er einu sinni á ári. Píanóið mun fara úr stillingu á þeim tíma. Það gerist gjarnan hægt og sígandi þannig að fólk tekur ekki eftir því. Svo finnur það muninn þegar búið er að stilla.

Hvað ertu lengi að stilla?

Yfirleitt má reikna með því að stillingin sjálf taki um klukkutíma +/- 10 mínútur. Ef hljóðfærið þarf tvær umferðir tekur um það bil einn og hálfan tíma að stilla það.

Hvað þýðir að píanóið þurfi grófstillingu?

Ef píanó er mjög fallið í tónhæð verður spennubreyting á því þegar strengirnir eru hækkaðir. Þeir leita strax aftur í sama farið og því þurfa þeir að vera nokkurn veginn í þeirri tónhæð sem píanóið á að vera í til að hægt sé að fínstilla. Fínstillingin er raunverulega stillingin og mun nákvæmari en gróf yfirferð (sem er í sjálfu sér ekki stilling sem slík). Sum píanó eru fallin svo mikið að þau þurfa þrjár umferðir.

Þarf fleiri heimsóknir ef píanóið þarf fleiri umferðir?

Nei, bara eina heimsókn. Það þarf ekki að „jafna sig“ á milli umferða. Lesið meira um það hér.

Hvað kostar píanóstilling?

Sjá verðskrá.

Stillirðu eftir eyranu?

Já, ég lærði að stilla píanó eftir eyranu. Það er mjög mikil kúnst og byggt á ansi vísindalegum grunni. Hér er ítarleg samantekt á því hvernig ég stilli píanó.

Lagast bilaðar nótur við stillinguna?

Í stillingunni get ég einnig tekið á vandamálum eins og föstum og lötum nótum, ískri og suði. Yfirleitt er slíkt tiltölulega lítið mál og kostar ekki aukalega nema vandamálið sé tímafrekt. Það er hins vegar mjög mikilvægt að láta vita af slíkum vandamálum fyrirfram því það getur verið erfitt að finna nótur sem bila bara stundum.

Pianostemmer i Norge

Kristinn Leifsson flyttet i 2017 fra Island, og jobber nå som pianostemmer i Sør-Norge. Sjekk nettsiden leifsson.no for mer informasjon, og for å bestille pianostemming hos Kristinn.