Home · Blog · flyglar : Stærsti flygill í heimi

Stærsti flygill sem framleiddur er í heiminum heitir Fazioli F308 og er 308 cm langur. Það umtalsvert lengra en Steinway D (274 cm) og einnig lengra en Bösendorfer Imperial (290 cm).

Svona stór flygill þarf stórt lok og á þessari mynd sést að það eru 3 stangir sem halda lokinu uppi. Reyndar hefur stöngunum verið fækkað í eina á síðustu árum.

Stærsti flygill í heimi

Hér náðist þessi flygill á myndband

Takið eftir hvað litla vatnsskálin er pínulítil undir flyglinum. Hún á að halda viðunandi rakastigi en í sannleika sagt er þetta ekki mjög áhrifarík leið í svona stóru rými 😀

Svona flygill kostar sitt (rúmar 20 milljónir), en er auðvitað mun betri fjárfesting en Range Rover Sport.

Kaupa Fazioli F308

Hér er svo stærsti „flygill“ í heimi, en hann er meira svona Frankensteinfyrirbrigði.

 

© 2018 Píanóstillingar.is