Home · Blog · flyglar : Sár tónn í flygli sem þarf að intónera

Með mikilli notkun verða hamrar í píanóum aflagaðir og tónninn versnar.

Í þessari upptöku má greinilega heyra hvað hamrar hljóðfærisins eru í slæmu ásigkomulagi. Tónninn er sár, sama hversu fast eða mjúkt píanistinn spilar. Sumar nótur eru mun harðari og sárari en aðrar og hljómurinn verður „köflóttur“. Þó þessi prelúdía sé mjög sár og hryggðin skíni í gegnum tónlistina er óheppilegt að það sé innbyggt í tón flygilsins. Athugið að stillingin á flyglinum er fín og hann er ekki falskur.

Prelude, in E minor, Op. 28/4 by Frédéric Chopin on Grooveshark

Til þess að mýkja tóninn og gera blæbrigðin samfelld þarf að intónera hamra hljóðfærisins. Þar sem breytingar á hömrum verða hægt og bítandi er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir þessu og láta intónera með nokkurra ára millibili. Annars er hætt við því að hljóðfærið hljómi mun verr en það annars gæti gert.

Verkfæri til að mýkja tóninn

© 2018 Píanóstillingar.is