Þetta er svolítið sérstök tegund af píanóum. Ég hef sjálfur aldrei rekist á skrúfupíanó á Íslandi en þetta er frekar áhugaverð hönnun og virðist vera nokkuð þægilegt að stilla þau. Mér skilst að stillingarnar hafi haldið vel en að píanóin hafi einfaldlega verið of dýr í framleiðslu. Kannski væri sniðugt að endurvekja þessa hugmynd.
Jason Lyle Black getur snúið sér á alla kanta á meðan hann spilar. Ótrúlegt hvað mannsheilinn getur.
Nú þegar jólabaksturinn er að hefjast er ekki vitlaust að skoða gómsætar piparkökuuppskriftir. Hér er ein slík – njótið vel. Útbúið hefðbundna piparköku – eina eða fleiri Smellið piparkökunni inn í píanó Gleymið Pantið píanóstillingu allt að 40 árum síðar, helst rétt fyrir jól Njótið!
Það er ekki amalegt að finna smá aur í píanóinu sínu. Eigandinn hafði keypt það fyrir lítinn pening og fékk 15 krónur í kaupbæti sér til nokkurrar kátínu.
Steinway & Sons framleiðir þekktustu og vinsælustu konsertflygla í heimi. Fyrirtækið var stofnað í lok 19. aldar og hefur séð tímana tvenna, ef ekki þrenna. Á síðustu áratugum hefur Steinway & Sons gengið kaupum og sölum – CBS keypti fyrirtækið árið 1972, svo var það selt 1985 og aftur árið 1995. Ári síðar var það…
Ég veit ekki hvort þetta segir meira um Queen eða orgel. Þetta er eitthvað svo ótrúlega eðlilegt!
Pabbi minn, Leifur Magnússon píanóstillari verður á Akureyri í næstu viku við stillingar. Þeir sem hafa áhuga á að fá píanóstillingu hjá honum ættu endilega að setja sig í samband við hann sem allra fyrst. Hann er með síma 898-8027 og netfangið pianostillingar(at)gmail.com. Ég bendi fólki einnig á að skrá sig á landsbyggðarlistann minn.
Mér finnst þetta alveg gjörsamlega lygilegt – það er hægt að stilla vatnsbunur með hljóði! Þetta eru 23-25 Hz í myndbandinu, svipað og tíðnin í neðsta A-inu á píanói sem er 27,5 Hz.
Það getur verið svolítið snúið fyrir fólk að velja heppilegt notað píanó. Hér eru teknar saman ráðleggingar sem ég veiti yfirleitt þegar fólk hringir í mig til að forvitnast um skynsemi tiltekinna píanókaupa. Ég vona að þetta gagnist þeim sem eru í píanóleit. Þetta eru mjög almennir punktar og ber ekki að oftúlka. Hafið í…
Með mikilli notkun verða hamrar í píanóum aflagaðir og tónninn versnar. Í þessari upptöku má greinilega heyra hvað hamrar hljóðfærisins eru í slæmu ásigkomulagi. Tónninn er sár, sama hversu fast eða mjúkt píanistinn spilar. Sumar nótur eru mun harðari og sárari en aðrar og hljómurinn verður „köflóttur“. Þó þessi prelúdía sé mjög sár og hryggðin…