Home · Blog · Uncategorized : Lausar límingar

Það kemur fyrir að límingar losni í spilverkum píanóa. Í sumum tilvikum, eins og þessu sem má sjá hér,  er ástæðan hár aldur hljóðfærisins en stundum gerist þetta í nýlegum píanóum líka.  Þetta er einfalt að laga en krefst þess oft að spilverkið sé fjarlægt úr píanóinu og tekið í sundur. Þar sem límingin var aðeins farin, en ekkert brotið, var auðvelt að laga þetta.

image

Myndin hér fyrir ofan sýnir svokallaða undirlyftu (e. wippen, eða whippen) og stuðara, eða hlaupara (e. jack) sem hefur losnað frá undirlyftunni. Fyrir ofan þetta tvennt má sjá aftan á spilverkið.

© 2018 Píanóstillingar.is