Eitt af því sem ber að varast er að kveikja á kertum ofan á píanóum. Þau geta sprungið þannig að vaxið leki inn í píanóið. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.
Ef hljóðfæri er stillt í tónhæðinni A440 merkir það að næsta A fyrir ofan mið-C hljómar í 440 sveiflum á sekúndu (riðum eða Hz). A440 er sá staðall sem miðað er við í heimahúsum þó önnur viðmið gildi oft í tónleikahúsum. A er ekki bara A A440 er viðmið sem síðar varð opinber ISO staðall fyrir…
Ef rauðvín sullast ofan í píanó eða flygla getur það valdið alls kyns veseni. Ber helst að nefna skemmda strengi, hamra og skemmdir í spilverki. Það getur verið mikið vesen að þrífa svona bletti þar sem það er frekar erfitt að komast að þeim í mörgum tilfellum. Ekki geyma vínglös ofan á flyglum. Einhver mun…
20 milljón króna konsertflygil frá Steinway, Bösendorfer eða Fazioli. Það er augljóslega besti kosturinn. Ef við gefum okkur hins vegar að peningar séu takmörkuð auðlind þá vandast málið. Ef ætlunin er að kaupa hljóðfæri fyrir 1-2 milljónir króna myndu margir freistast til að kaupa flygil. Ég vil þó meina að í því tilviki geti verið…
Það er fróðlegt að hlusta á píanistana túlka byrjunina á fjórða píanókonsert Beethoven. Einnig er gaman að bera saman upptökurnar sjálfar sem spanna eflaust tæpa öld. Síðasti píanistinn hefur aðeins aðra nálgun – hlustið.
Hér er fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur. Honor Harger segir hér frá því hvernig hægt er að hlusta á alheiminn og skilja hann út frá hljóði. Einnig er hægt að heyra „elsta hljóð í heimi“ þarna. Sem píanóstillara finnst mér þetta skemmtilega nördalegt. Að hlusta á tifstjörnu snúast er góð skemmtun – sér í lagi þegar…